Afrit af kennsluvef námskeiðs fyrir Moodle uppfærslu / A course web backup from before Moodle update

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir, Uppfærslur

Afrit af kennsluvef námskeiðs frá því fyrir að Moodle var uppfært

Nú er mögulegt að fá eldri útgáfu af kennsluvef námskeiðs uppsettan í Moodle. Þetta er gert með því að setja upp afrit af kennsluvef frá 28. desember sl. Afritið mun koma í stað núverandi kennsluvefs námskeiðs. Eftir uppsetningu afritsins mun kennsluvefurinn verða eins og hann var áður en Moodle var uppfært. Kennsluvefurinn mun líta út á sama hátt og innihalda öll gögn, skil nemenda, einkunnir og endurgjöf eins og þann 28. desember.

Áríðandi

Ef kennari hefur breytt einhverju á kennsluvefnum eftir þann 28. desember munu þær breytingar tapast eftir að afrit vefsins er uppsett. Þetta á við allar breytingar svo sem einkunnir sem hafa verið gefnar eftir 28. desember, endurgjöf til nemenda, viðfangsefni og gögn á vefnum. Það sama á við um verkefnaskil nemenda, innlegg í umræður og annað frá þeim. Einkunnir, endurgjöf, gögn, viðfangsefni og skil á kennsluvefinn munu verða eins og þann 28. desember sl. en nýrri gögn hverfa.

Tveir kostir

Kennari hefur tvo kosti, að lagfæra kennsluvef námskeiðs handvirkt (sjá leiðbeiningar: http://moodlehjalp.hi.is/namskeidsvefur-i-rugli/) eða að senda beiðni á moodle@hi.is og biðja um uppsett afrit af kennsluvef frá 28. desember sl.