Innskráning og stjórnborð

Innskráning í Moodle er samtengd innskráningu í Uglu.
Úr Uglu er hægt að komast beint á kennsluvef námskeiðs í Moodle með tvennum hætti:

  • Á forsíðu Uglu: Smellið á Moodle-táknmynd moodle-icon-small1 fyrir aftan námskeið í reitnum námskeið.
  • Á kennsluvef námskeiðs í Uglu: Smellið á tengilinn Skoða Moodle-vef  námskeiðsins efst fyrir miðju.

Einnig er hægt að fara á slóðina moodle.hi.is og skrá sig þar inn með Uglu-notandanafni og lykilorði. Eftir innskráningu kemur nemandi inn á eigið stjórnborð þar sem er að finna þau námskeið sem hann er skráður í.

* Ef námskeið kemur ekki fram í Moodle hjá nemendum, eða ef ekki er hægt að opna það með tenglum í Uglu, getur verið að kennari eigi eftir að gera kennsluvef námskeiðs sýnilegan nemendum eða að kennsluvefur Uglu sé eingöngu notaður fyrir námskeiðið.

Stjórnborð

Dæmi um blokkir sem hægt er að hafa á stjórnborðinu

Á næstunni – Sýnir atburði sem skráðir hafa verið í dagatöl áfanga sem notandinn er skráður í. Auk þess eru í blokkinni tenglarnir „Fara í dagatal“ og „Nýr viðburður“, til að skrá viðburð í dagatal).

HTML – HTML blokkin er tóm blokk ætluð til að setja það sem hentar notanda. Í hana er t.d. hægt að setja hlekki í ýmislegt sem notdandinn heimsækir oft.