Í Moodle er efni námskeiðs skipt í tvo meginflokka, viðfangsefni og aðföng.
- Viðfangsefni: Eitthvað sem nemandi þarf að leysa, skila eða taka þátt í s.s. umræður, verkefni, jafningjamat, dagbókarfærslur, kannanir eða próf.
- Aðföng: Eitthvað sem nemandi les eða kynnir sér s.s. möppur og skrár, vefsíður eða annað þess háttar.
Sjá einnig:
Hér fyrir neðan er sýnd byrjunin á uppsetningu aðfanga og viðfangsefna.
Viðfangsefni eða aðföng búin til á kennsluvef námskeiðs
- Opnið kennsluvef námskeiðsins.
- Setjið vefinn í ritham með því að nota hnappinn í efra hægra horni eða tengilinn undir umsýslu námskeiðs (sjá myndir)
eða
- Smellið á +Nýtt viðfangsefni eða aðföng. Upp kemur listi með verkfærum. Þegar smellt er einu sinni á verkfæri kemur upp lýsing á tilgangi þess hægra megin í glugganum.
- Veljið verkfæri úr listanum sem kemur upp, tvísmellið á það eða smellið einu sinni og svo á nýtt hnappinn. Upp kemur form sem þarf að fylla út. Til að fá upplýsingar um einstaka þætti formsins má smella á spurningamerki. Nánari upplýsingar um einstök verkfæri er að finna í viðeigandi köflum.
Nánari leiðbeiningar um aðföng eru á moodlehjalp.reykjavik.is
Leiðbeiningar um uppsetningu verkefna og prófa er að finna á moodlehjalp.reykjavik.is
Í vídeóinu hér fyrir neðan er sýndur listi viðfangsefna sem hægt er að setja upp á kennsluvef (ath. að BigBlueButton sem minnst er á er ekki til staðar í HÍ-Moodle).