Nýr kennsluvefur stofnaður

Kennari getur sjálfur stofnað Moodle kennsluvef fyrir námskeið. Það er gert í Uglu.

Moodle kennsluvefur stofnaður

 1. Opnið Uglu (ugla.hi.is)
 2. Opnið kennsluvef námskeiðsins með því að smella á námskeiðið á forsíðunni (sjá mynd), eða á síðunni námskeiðin mín.
  námskeið

  Þegar Moodle-vefur hefur verið stofnaður fyrir námskeið birtist appelsínugula Moodle-táknið við námskeiðið.

 3. Smellið á Allar aðgerðir hægra megin undir Aðgerðir kennara.
  allar aðgerðir
 4. Smellið á Stofna Moodle vef fyrir námskeið.
  Nýr kennsluvefur í Moodle
 5. Smellið á græna hnappinn Búa til Moodle vef fyrir námskeið.
  Nýr kennsluvefur í Moodle

Ugla og Moodle tengjast á klukkustundarfresti. Það getur því liðið allt upp í ein klukkustund áður en kennsluvefurinn verður til í Moodle.

Athugið að kennsluvefurinn í Moodle er ósýnilegur nemendum þegar hann er stofnaður. Kennari þarf að gera vefinn sýnilegan.  Sjá síðuna kennsluvefur gerður sýnilegur nemendum.

Aftan við námskeiðið á forsíðu Uglu birtist Moodle-merki sem leiðir notandann á kennsluvefinn í Moodle. Auk þess verður til tengill á Moodle-vefinn efst á kennsluvef námskeiðsins í Uglu.