Skipulag kennsluvefs – Bestu venjur


  • Kennsluvefur námskeiðs vitnar um áherslur kennara, markmið og hæfniviðmið námskeiðs. Vel skipulagður kennsluvefur veitir nemanda yfirsýn yfir þá vinnu sem námskeið krefst og styður við vel skipulagt nám.
  • Við skipulagningu kennsluvefs er gott að hafa til hliðsjónar kennsluáætlun, skipulag kennslu, eigin áherslur og kennslusýn.
  • Fáið annan kennara (eða nemanda) til að skoða kennsluvef námskeiðsins og gefa gagnrýni.
  • Ef kennsluvefur er tilbúinn í upphafi misseris, eða jafnvel fyrr, veitir það nemendum tækifæri til að skipuleggja eigin vinnu.
  • Athugið að þó að allt sé tilbúið á vefnum í upphafi misseris er hægt að stýra aðgangi að einstökum efnisþáttum.
  • Kynnið kennsluvefinn fyrir nemendum, útskýrið skipulag hans og hvernig hann muni verða notaður og/eða búið til kynningu á vefnum (vídeó/glærur) og hafið þar aðgengilega.

Eitt helsta umkvörtunarefni nemenda HÍ varðandi kennsluvefi er skortur á skipulagi og að erfitt sé að finna efni á þeim.

Sýnishorn af mismunandi uppsetningu kennsluvefs

Til að fá uppsetta tilbúna grind á eigin kennsluvef m.v. einhvern af neðangreindum möguleikum, vinsamlegast sendið póst á moodle@hi.is.