Samkennd námskeið

Í sumum tilfellum hentar að gefa fleiri en einu námskeiði sama kennsluvef.

Eftir að aðgerðinni, sem lýst er hér fyrir neðan, er lokið hafa nemendur og kennarar námskeiðanna aðgang að einum og sama kennsluvefnum í Moodle.

*Athugið að nauðsynlegt er að hafa aðgang að námskeiðasýsli Uglu til að framkvæma aðgerðina.

 1. Opnið Uglu og farið í kerfi og verkfæri, í tenglastikunni efst.
 2. Opnið námskeiðasýsl.

  námskeiðasýsl

 3. Sláið inn leitarskilyrði og smellið á Leita. Ef mögulegt er að slá inn leitarskilyrði sem kalla fram öll námskeiðin sem eiga í hlut er það fljótlegast.
  Námskeiðin sem leitað var að koma fram fyrir neðan.
  leit í námskeiðasýsli

  Dæmi um leit í námskeiðasýsli

 4. Merkið við þau námskeið sem eiga að fá sameiginlegan kennsluvef í Moodle.
  merkja við námskeið

  Hægt er að merkja við einstök námskeið eða smella í reitinn ofan við námskeiðin til að velja öll. Ef ekki er merkt við neitt virkar það eins og merkt hafi verið við öll námskeiðin.

 5. Smellið á Breyta ofan við námskeiðin og veljið Moodle tengingu. Nú er komið að því að tengja námskeiðin við einn Moodle kennsluvef.

  breyta

 6. Nú þarf að gefa öllum námskeiðunum sama ID. Það gerir það að verkum að námskeiðin tengjast sama Moodle kennsluvefnum.
  1. Afritið t.d. efsta námskeiðsnúmerið (CTRL+C) og límið (CTRL+V) það inn í reiti allra námskeiðanna.
  2. Merkið við í litla reitinn neðan við Námskeið tengt moodle við öll námskeiðin.
  3. Farið yfir hvort allt er rétt.
  4. Vistið neðst á skjánum.
   *Athugið að allt að ein klukkustund getur liðið þar til Moodle kennsluvefurinn verður til. Það gerist fimm mínútur yfir heila tímann, þegar Ugla og Moodle tengjast næst. 
   id námskeiðs í moodle

   Öll námskeið sem eiga að nota sama kennsluvef í Moodle þurfa að hafa sama Moodle ID í Uglu.