Námskeiðsvefur í rugli

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir, Uppfærslur

Við uppfærslu á Moodle um áramótin gleymdist að setja upp viðbót sem stýrir m.a. uppröðun gagna á námskeiðsvef. Þetta olli því að í sumum námskeiðum birtast nú öll gögn námskeiðs í efstu viku (eða efsta hluta), að auki urðu gögnin falin fyrir nemendum. Búið er að lagfæra vandann í kerfinu en því miður lagast uppröðun gagna á sumum námskeiðum ekki við það. Þau námskeið sem voru opnuð á meðan viðbótina vantaði eru föst í ruglástandinu.

Lausn

Mögulegt er fyrir kennara að endurraða efni námskeiðs handvirkt. Það getur því miður verið seinlegt. Hér er vídeó sem sýnir hvernig farið er að:

Ef gögn og uppröðun þeirra eru í lagi á eldri útgáfu námskeiðs og ekki hafa orðið miklar breytingar er hægt að fá þau afrituð yfir á nýja námskeiðið. Vinsamlegast sendið póst á moodle@hi.is til að fá aðstoð með þá leið.
Ekki er ljóst á þessu stigi málsins hvort önnur lausn er til.

Vikur (hlutar) gerðar sýnilegar

  1. Námskeið í ritham.
  2. Smellið á Breyta aftan við viku (hluta), ekki aftan við atriði, og veljið Sýna hluta. Öll atriði innan vikunnar ættu þá að verða sýnileg.