Nemendur

Moodle er námsumsjónarkerfi (Learning management system LMS) sem inniheldur ýmis verkfæri sem kennarar nota til að deila námsefni, setja upp verkefnaskil, próf, umræður o.fl. Það sem er sett upp á kennsluvef námskeiðs í Moodle er aðgengilegt nemendum á netinu.
Moodle skráir allar aðgerðir notenda í kerfinu. Í skýrslum námskeiðs getur kennari séð hver gerði hvað og hvenær, t.d. hvort og hvenær nemandi tók próf, skilaði verkefni o.fl.

Ekki nota allir kennarar Moodle fyrir námskeið. Kennurum við Háskóla Íslands er frjálst að nota hvort sem er Uglu eða Moodle.

Sjá nánar tengla til vinstri og fyrir neðan.