Nemendur

Moodle er sk. námsumsjónarkerfi, einnig nefnt kennslukerfi (Learning management system LMS / Virtual learning environment VLE). Moodle inniheldur margs konar verkfæri sem kennarar nota við kennslu s.s. til að deila námsefni, setja upp verkefnaskil, próf og umræður. Það sem er sett upp á kennsluvef námskeiðs í Moodle er aðgengilegt nemendum á netinu.
Moodle skráir allar aðgerðir notenda í kerfinu. Í skýrslum námskeiðs getur kennari séð hver gerði hvað og hvenær, t.d. hvort og hvenær nemandi tók próf, skilaði verkefni o.fl.

Það eru ekki öll námskeið í Moodle. Kennurum við Háskóla Íslands er frjálst að nota hvort sem er Uglu eða Moodle fyrir námskeið.