Próftaka í Moodle

Próf opnað

Opnið kennsluvef námskeiðs í Moodle:

  1. Nemandi skráir sig inn í moodle.hi.is. Notað er sama notandanafn og lykilorð og í Uglu.
  2. Finnið námskeiðið undir námskeiðsflipanum fyrir miðju og smellið á það.

    Námskeið í gangi

  3. Finnið prófið og smellið á það.
  4. Smellið á Taka próf núna og samþykkið að hefja prófið.

    taka próf núna

Próftakan sjálf

Ferðast um í prófinu

Til að fá nýja spurningu er smellt á númer spurningar hægra megin á skjánum (sjá mynd). Einnig er hægt að nota hnappa neðst á síðu prófs til fara á næstu síðu eða þá fyrri.

próftaka

Þegar músað er yfir númer spurningar birtast upplýsingar um hvort spurningu hefur verið svarað, er ósvarað, svar er ófullnægandi eða hvort nemandi hefur merkt spurningu.

Svör vistuð á meðan próftöku stendur

Svör nemanda eru vistuð þegar farið er á aðra síðu í prófinu. Moodle vistar einnig svör á mínútufresti. Til að gæta öryggis er góð venja að vista af og til rituð svör, með því að fara á næstu síðu, einnig ef margar spurningar eru á hverri síðu prófs.

Að merkja spurningu

Nemandi getur merkt spurningu með því að smella á fána í reit fyrir framan spurninguna (sjá mynd fyrir ofan), t.d. ef hann vill minna sjálfan sig á að skoða spurningu betur síðar í prófinu. Til að taka merkingu af er aftur smellt á fánann. Einnig er hægt að merkja spurningu til að vekja athygli kennara á henni. Merking er þá látin standa þegar prófi er skilað. Merking spurningar birtist sem rauður fáni við spurninguna og í blokkinni Velja spurningu sem rauður þríhyrningur í númeri spurningar (efst í vinstra horni).

Prófklukka

Í prófum með ákveðnum tímamörkum er birt prófklukka vinstra megin á skjánum. Hún telur niður mínúturnar á meðan á prófi stendur. Próf getur þó verið tímasett án þess að tímamörk séu stillt og er þá án prófklukku.

Að gera hlé á prófi

Nemandi getur lokað prófi/vafra (án þess að smella á Senda og hætta) og opnað það síðan aftur og haldið próftökunni áfram, með því að smella á Halda áfram með síðustu tilraun. Athugið þó, að próftími heldur áfram að telja í tímasettum prófum þó vafra sé lokað. Nemendum er því bent á að gera ekki óþarfa hlé á próftöku.

Prófyfirlit

Þegar smellt er á Ljúka prófi (vinstra megin) kemur upp prófyfirlit sem sýnir hvaða spurningum nemandi hefur svarað og hverjum er ósvarað.

prófyfirlit

prófyfirlit

Myndin sýnir prófyfirlit.

Nemandi getur farið aftur í próftilraun og haldið áfram að svara eða breyta svörum eða sent prófið inn.

Athugið! Ekki er hægt að svara spurningum eftir að prófúrlausn er skilað (smellt á senda og hætta).

Tæknileg vandamál

Ef netsamband rofnar í próftöku lætur kerfið nemandann vita. Ekki er mögulegt að vista svör án netsambands. Þegar netsamband kemst á aftur er próf opnað. Í stað hnappsins Taka próf núna er smellt á Halda áfram með síðustu tilraun.

Ef vafri lokast skyndilega á meðan próftöku stendur, skal opna vafrann aftur (eða annan vafra), opna Moodle, finna prófið og opna það með því að smella á sama hnapp. Svör nemanda sem þegar voru vistuð eru í prófinu þegar það er opnað aftur.

Komi upp tæknileg vandamál ber nemanda að tilkynna það strax til kennara (símleiðis eða í tölvupósti) eða yfirsetufólks eftir atvikum. Athugið að þegar tæknilegt vandamál er tilkynnt kennara með tölvupósti er nauðsynlegt að útskýra vel í hverju vandamálið fólst. Mjög gott er að taka skjámyndir ef það er mögulegt.

Öryggi prófs (Safe Exam Browser)

Það fer eftir atvikum hvort próf er sett upp í öruggu prófumhverfi. Ef t.d. öll gögn eru leyfð í prófi er öruggugt prófumhverfi ekki virkjað. Þegar nemandi opnar próf í öruggu prófumhverfi fyllir það út í skjáinn. Oftast er komið í veg fyrir að nemandi geti opnað önnur forrit eða vefsíður eða t.d. notað afrita/líma (copy/paste). Geri nemendur það getur það valdið því að próf lokist. Áður en próf er opnað er rétt að loka öðrum forritum og hafa ekki aðra glugga opna í vafranum en prófið sjálft. Undantekningar á þessu eru próf þar sem nemendum er leyfilegt að nota öll gögn en þá eru öryggisstillingar prófsins í samræmi við það og leyfa notkun annarra forrita og að límdur sé texti inn í prófið.

Ef próf er tekið heima, er gott að aðrir fjölskyldumeðlimir séu ekki að nota netaðganginn eða að verið sé að hlaða niður efni í gegnum sama netaðgang.

Öruggara er að hafa tölvu tengda með snúru en þráðlausa.

Aðgangur að prófúrlausn og upplýsingum eftir próftöku

Mismunandi er eftir atvikum hvort nemandi fær einkunn strax eftir að próftöku lýkur eða síðar.

Það fer eftir stillingum prófs hvort nemandi hefur aðgang að prófúrlausn, spurningum, svörum, réttum svörum, stigagjöf fyrir spurningar, endurgjöf o.s.frv.

Athugið að númer spurninga eru birt hægra megin í núverandi viðmóti Moodle.