Innskráning í Moodle er samtengd innskráningu í Uglu.
Úr Uglu er hægt að komast beint á kennsluvef námskeiðs í Moodle með tvennum hætti:
- Á forsíðu Uglu: Smellið á Moodle-táknmynd
fyrir aftan námskeið í reitnum námskeið.
- Á kennsluvef námskeiðs í Uglu: Smellið á tengilinn Skoða Moodle-vef námskeiðsins efst fyrir miðju.
Einnig er hægt að fara á slóðina moodle.hi.is og skrá sig þar inn með Uglu-notandanafni og lykilorði. Eftir innskráningu kemur notandi inn á eigið stjórnborð þar sem er að finna þau námskeið sem hann er skráður í eða fyrir.