Nýtt viðmót í Moodle / New interface in Moodle

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir

Þann 30. september nk. verður nýtt viðmót virkjað í Moodle. Nýja viðmótið stýrist af sniðmátinu Boost sem er grunnsniðmát í Moodle (frá útgáfu 3.2).

Stutt vídeó sem útskýrir helstu breytingar

Um Boost sniðmátið

 • Með Boost sniðmátinu er leiðarkerfi Moodle einfaldað.
 • Mikilvægar aðgerðir s.s. þátttakendur, hæfniviðmið og einkunnir eru efst í veftré vinstra megin. Neðar í veftrénu eru hlekkir á stjórnborðið og önnur námskeið notandans. Með hamborgaratákni í efra vinstra horni er hægt að fella saman veftréð og skapa þannig meira pláss á skjánum.
 • Umsýsla námskeiðs, í ritham og aðgerðir í einstökum verkfærum koma fram í tannhjóli hægra megin á skjánum. Tannhjólið kemur í stað veftrésins stillinga sem áður var vinstra megin.
 • Sjálfvalin uppsetning Boost á kennsluvef er án blokka, þar sem blokkir eru ekki sýndar í Moodle appinu. Kennari getur þó enn sett upp blokkir með því að nota bæta við blokk (í ritham). Einnig er mögulegt að setja upp gamla stillingarveftréð með umsýslu námskeiðs á forsíðu kennsluvefsins.
  Blokkir sem kennari setur upp koma nú allar fram hægra megin á kennsluvef. Það er gert með því að fara í Bæta við blokk (neðst til vinstri í ritham).
 • Hópar koma fram undir tannhjóli í þátttakendalista.

  Reynslan hefur sýnt að notendur venjast fljótt Boost viðmótinu. Það er vel skipulagt og öll grunnatriði Moodle þau sömu.

  Eldra viðmót áfram
  Ef kennari kýs að hafa áfram eldra viðmótið á sínum kennsluvef þá er það mögulegt til áramóta. Til að setja eldra viðmótið á kennsluvef er farið í tannhjólið í efra hægra horni, á forsíðu námskeiðs, smellt á uppsetningu, skrunað niður að hlutanum Viðmóti og valið „Clean“ við liðinn Skilyrða sniðmát.

  Nánari upplýsingar um Boost á moodle.org