Beðist er velvirðingar á bergmáli og hljóðtruflunum í upptökunum.
Spurningabanki og próf í Moodle - 17. okt. 2018
Á málstofunni láðist að sýna hvernig kennari forskoðar próf. Til að forskoða próf er smellt á prófið, farið í tannhjólið hægra megin og valið forskoða.
Í vídeóinu eru eftirfarandi atriði tekin fyrir:
- Spurningabankinn
- Innflutningur spurninga mín 11:30
- Uppsetning á prófi helstu atriði 15:34 farið í fleiri atriði 44:46.
- Setja spurningar í próf, hámarkseinkunn og stig spurninga 22:00
- Nemandi tekur próf 26:10
- Einkunn gefin fyrir ritgerðarspurningu 31:25
- Nemanda gefinn lengri próftími 34:08
- Sjúkrapróf 37:32
- Aðgangsstýring á próf út frá nemendum í hópi 39:58
Ritverkefni í Moodle, uppsetning, umsýsla og endurgjöf - 10. okt. 2018
Moodle grunnur - 25. sep. 2018
Hvað er nýtt í Moodle 3.5 - 18. sep. 2018
Í málstofunni var því miður ekki sagt frá Real time quiz sem sett var upp í Moodle sl. vor. Rtq er ætlað til notkunar í kennslustund. Kennari setur upp spurningu eða spurningar sem nemendur fá tiltekinn tíma til að svara. Sjá vídeó um Real time quiz.