Blokkir sem þarf að setja upp

Reitir til beggja hliða á kennslusíðunni kallast blokkir. Hver blokk inniheldur ákveðið verkfæri. Ákveðnar blokkir fylgja með nýrri kenslusíðu. Það eru blokkirnar: Leita í umræðum, nýjar fréttir, á næstunni og nýleg viðfangsefni. Kennari getur bæði fjarlægt blokkir og bætt við nýjum. Mælt er með að eyða blokkum sem ekki stendur til að nota í námskeiði. Þó að blokk sé eytt er einfalt að setja hana upp aftur síðar. Úrval blokka sem Moodle býður upp á má skoða í listanum bæta við blokk neðst til vinstri á kennsluvef í ritham. Einnig má lesa nánar um tilgang ólíkra blokka á moodle.orgDæmi um nokkrar hagnýtar blokkir:

  • HTML – Blokkin er tóm og kennari getur sett í hana það sem hentar t.d. tengla á mikilvæga vefi og námsgögn, mynd eða vídeó. Hægt er að setja upp mörg eintök af html blokk á kennslusíðuna.
  • Dagatal – Í blokkinni er dagatal námskeiðsins þar sem verkefnaskil, próf og annað sem krefst skila er auðkennt. Notandi getur skráð eigin atburði í dagatalið sem koma þá eingöngu fram hjá honum.
  • Viðfangsefni – Blokkin flokkar allt efni kennsluvefsins og birtir tengla í það. Tengillinn verkefni birtir öll verkefni námskeiðs á einum stað,  tengillinn aðföng allar möppur, skjöl, síður og slóðir o.s.frv. Þessi blokk er því sem næst nauðsynleg þegar kennsluvefur er uppsetur m.v. vikur nema ef efni námskeiðs er mjög takmarkað einnig hentar hún vel í efnismiklum námskeiðum.
  • Staða á vinnuskilum í námskeiðs – Ef skráning vinnuskila er notuð í námskeiði þarf að setja upp þessa blokk. Í blokkinni getur kennari kallað fram skýrslu yfir öll vinnuskil nemenda á einum stað. Nemendur geta með sömu blokk fengið yfirlit yfir eigin vinnuskil í námskeiði (nánari upplýsingar um skráningu vinnuskila).

Eyða og fela blokkir

Mælt er með að fjarlægja blokkir sem ekki stendur til að nota í námskeiði t.d. blokkina leita í umræðum ef ekki stendur til að hafa umræður í námskeiði. Það er einfalt að bæta aftur við blokk sem hefur verið eytt með því að velja hana í bæta við blokk listanum.

Einnig er hægt að fela blokkir. Það hentar t.d. ef blokk á ekki að vera aðgengileg nemendum tímabundið og/eða hún inniheldur efni sem kennari hefur sett upp handvirkt (html blokk).

Sjá nánari upplýsingar um blokkir á síðunni „Blocks“ á moodle.org.