Panopto upptökur

Til að tengja kennsluvef námskeiðs í Moodle við Panopto upptökur er nauðsynlegt að byrja á því að setja upp Panopto blokkina. Í blokkinni koma sjálfkrafa fram hlekkir á upptökur námskeiðs.

Að auki er mögulegt að birta stakar upptökur undir vikum kennslusíðunnar. Upptöku er t.d. hægt að birta

  • sem hlekk inn í viku (upptakan spilast í Panopto)
  • á síðu sem stofnuð er undir viku (upptaka spilast inn í Moodle)
  • á kennslusíðunni sjálfri (upptakan spilast á kennslusíðunni)

ATHUGIÐ! Panopto blokkin á kennsluvefnum er ekki birt í Moodle-appinu (eða aðrar blokkir hægra megin). Nauðsynlegt er að láta nemendur vita af Panopto vefþjóni HÍ (https://rec.hi.is). Þar er hægt að horfa á upptökur í síma og/eða með því að setja upp Panopto-appið. Notendur skrá sig inn með sama notandanafni og lykilorði og í Uglu.