Kennsluáætlun

Tilbúið form fyrir kennsluáætlun

Kennari getur óskað eftir að fá tilbúið form fyrir kennsluáætlun uppsett á kennsluvef námskeiðs í Moodle. Einfalt er að eyða atriðum úr forminu, breyta og bæta við. Sýnishorn af formi fyrir kennsluáætlun.

Til að fá uppsett form fyrir kennsluáætlun í Moodle, vinsamlegast sendið póst á moodle@hi.is með námskeiðsnúmeri.

Fyrir neðan má sjá þau atriði sem fylgja með tilbúna forminu. Þau er hægt að hafa til viðmiðunar við gerð kennsluáætlunar.

Innihald kennsluáætlunar - Til viðmiðunar

  1. Almennar upplýsingar: Heiti námskeiðs og misseri, deild, einingar, umsjónarkennari, kennari/kennarar, tími og staður kennslu.

  2. Kennari/kennarar: Nafn, netfang, sími, aðsetur, viðtalstími og nánari upplýsingar um kennara (feril/fyrri störf).

  3. Kennslusýn: Hvað leggur þú áherslu á öðru fremur í námskeiðinu?

  4. Inntak námskeiðs og markmið: Upplýsingar um inntak námskeiðs og markmið.

  5. Hæfniviðmið: Hæfniviðmið námskeiðs, athugið samræmi við þau hæfniviðmið sem birt eru í kennsluskrá Háskólans.

  6. Lesefni: Upplýsingar um lesefni og önnur námsgögn.

  7. Tímaáætlun: Dags., efni, lesefni/námsgögn, verkefni/próf,  kennari, tilhögun kennslu/kennsluaðferð.

  8. Námsmat: Nákvæm lýsing á námsmati t.d. um:
   - samsetningu námsmats í námskeiðinu
   - verkefni, próf og annað þess háttar
   - skiladaga verkefna
   - vægi hvers einkunnaþáttar í námsmati
   - tengingu prófa og verkefna við hæfniviðmið
   - hvers konar endurgjöf er gefin, t.d. hvort einkunnir verkefna eru sundurliðaðar í matsviðmið (einkunnavísar eða einkunnarammar/rubric í Moodle)
   - sjálfsmat, jafningjamat, kaflapróf eða annað.

  9. Einkunnir: Á hvaða formi einkunnir eru s.s. tölur, bókstafir og/eða sérstakir einkunnakvarðar, matskvarðar (rubrics). Tími frá skilum verkefnis þar til einkunn er gefin.

  10. Stefna og reglur: Mæting, skil á verkefnum, sein skil, reglur námskeiðs, vísun í reglur skóla, ritstuldur, vísa í hjálpargögn fyrir nemendur.

  11. Námsvenjur: Hvernig styðum við góðar námsvenjur?