Leið: Kennsluvefur > tilkynningar kennara > nýtt umræðuefni
Svona er farið að:
- Smellið á tengilinn tilkynningar kennara á kennsluvefnum og því næst á nýtt umræðuefni.
- Gefið tilkynningunni titil í línuna efst, og skráið tilkynninguna sjálfa í ritilinn fyrir neðan.
Kjósi kennari að tilkynningin fari strax til nemenda í tölvupósti þarf að setja hak við senda núna, að öðrum kosti verður tilkynningin send að 30 mínútum liðnum. - Smellið á senda innlegg.
Ef ekki er hakað við senda núna hefur kennari 30 mínútur til að breyta tilkynningunni áður en hún er send í tölvupósti. Tilkynningin birtist þó alltaf strax á vef námskeiðsins.
Viðhengi
Fyrir neðan ritilinn getur kennari sett skrá/skrár sem viðhengi með tilkynningunni.
Pinned
Ef hakað er við pinned trónir þessi tilkynning efst í röð tilkynninga á vef námskeiðsins, þó aðrar nýjar séu sendar.
Birta tímabil
Neðst á síðunni er hægt að stjórna því hversu lengi og hvenær tilkynningin er sýnileg á vef námskeiðsins. Ef tímastillingar eru ekki notaðar heldur tilkynningin áfram að vera aðgengileg á kennsluvefnum.
Nemendur
Nemendur fá tilkynningar í tölvupósti og geta skoðað allar tilkynningar kennara á kennsluvefnum með því að smella á tengilinn tilkynningar kennara. Nýjustu tilkynningar koma einnig fram í blokkinni nýjar fréttir.