Í uppsetningu kennsluvefs eru nokkrar stillingar. Hér eru þær mikilvægustu:
- Skráning á upphafs- og lokadegi námskeiðs (nauðsynlegt að stilla).
- Kennsluvefurinn gerður sýnilegur nemendum (nauðsynlegt að stilla).
- Framsetningin fellireitir er sjálfvalin fyrir kennsluvef, hún býður upp á að fella saman vikur/námsþætti. Aðrir möguleikar í framsetningu eru einnig í boði.
- Skilyrða það tungumál sem kennsluvefur birtist á (hentar í tungumálanámskeiðum)
- Virkja skráningu vinnuskila.
Nánari lýsing á helstu atriðum í uppsetningu kennsluvefsins má sjá hér fyrir neðan.
Athugið að þó vídeóið hér fyrir neðan sé gert fyrir grunnskóla á þar allt við Háskóla Íslands nema heiti áfanga.
Hér fyrir neðan er farið í nokkur helstu atriði í uppsetningu kennsluvefs.
Leiðin: Á kennslusíðu námskeiðs: Tannhjólið (hægra megin) > Uppsetning