Vægi verkefna skráð

Allt sem er uppsett á kennsluvef námskeiðs og stillt með einkunnagjöf, t.d. verkefni, próf, umræður eða annað, eignast sjálfkrafa dálk í einkunnabók námskeiðsins.

Vægi hvers einkunnaþáttar þarf að skrá í einkunnabókina.

Leiðin: Á kennsluvef námskeiðs: Umsýsla námskeiðs > Uppsetning á einkunnabók

  1. Smellið á uppsetningu á einkunnabók undir umsýslu námskeiðs.
    Uppsetning á einkunnabók
  2. Skráið vægi hvers einkunnaþáttar í dálkinn vægi. Einu gildir hvort vægi fyrir 20% verkefni er skráð sem 20 eða 0,2 en gæta þarf samræmis (sjá mynd).
  3. Vistið breytingar með því slá á enter eða með því að nota hnappinn fyrir neðan.
    vægi verkefna skráð