Leiðin: Forsíða námskeiðs > Tannhjól > Uppsetning – Sýnilegt – Sýna
Moodle-kennsluvefir í Háskóla Íslands eru sjálfkrafa huldir nemendum þegar þeir eru stofnaðir. Til að veita nemendum aðgang að kennsluvefnum þarf að gera hann sýnilegan.
Það er gert á eftirfarandi hátt:
- Opnið kennsluvef námskeiðs í Moodle.
- Farið í tannhjólið
í efra hægra horni og veljið uppsetning.
- Veljið sýna við liðinn sýnilegt, í almenna hlutanum efst.
- Vistið neðst á síðunni með því að smella á vista og birta.
Nemendur eru fleiri í Uglu en Moodle
Nemendur sem aldrei hafa skráð sig inn í HÍ-Moodle koma ekki fram í nemendalista námskeiðs og þeir fá ekki tilkynningar sem kennari sendir úr Moodle.
Sendið tilkynningu til nemenda í Uglu og biðjið þá vinsamlegast um að skrá sig sem fyrst inn í Moodle.