Uppfærsla á Moodle / Moodle upgrade

Kristbjörg Olsen Uppfærslur

Íslenska English HÍ-Moodle var uppfært úr útgáfu 3.3 í 3.5 sl. mánudag hjá Upplýsingatæknisviði. Því miður gekk uppfærslan ekki sem skyldi og komið hefur í ljós að endurstilla þarf kennsluvefi sumra námskeiða. Þetta sést m.a. á því að efni virðist vanta á kennsluvef eða allt efni hans er í efsta hlutanum. Vinsamlegast sendið póst sem fyrst á moodle@hi.is ef svo …

Próf í Moodle eða Inspera

Kristbjörg Olsen Moodle ýmislegt

Moodle hefur verið notað fyrir rafræn próf í Háskóla Íslands frá 2006. Þar á undan voru notuð kerfin WebCt, It’s learning og Blackboard (á Menntavísindasviði) sem einnig buðu upp á rafræn próf. Moodle er tengt við notendagagnagrunn Uglu. Nemendur og kennarar hafa því sjálfkrafa aðgang að kerfinu. Prófasvið Háskóla Íslands býður upp á prófakerfið Inspera (frá hausti 2017). Skiljanlega spyrja …

Moodle appið

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir, Verkfæri í Moodle

Moodle mobile virkar því miður ekki á HÍ-Moodle. Verið er að skoða hvað veldur og vonandi leysist málið fljótt. Því miður höfum við fengið þau svör frá Upplýsingatæknisviði HÍ að ekki verði ráðist í nauðsynlegar lagfæringar út af appinu. Verið er að skoða í skólanum hvort skipta eigi um námsumsjónarkerfi, þ.e. skipta út Moodle fyrir annað kerfi og á meðan staðan …

Bestu venjur í hönnun kennsluvefs

Kristbjörg Olsen Moodle ýmislegt

Bestu venjur (best practices) í skipulagi og hönnun kennsluvefs, er það eitthvað sem kennarar Háskóla Íslands þurfa að skoða? Já, samkvæmt niðurstöðum Moodle-könnunar þurfa sumir kennarar HÍ einmitt að skoða og tileinka sér betri vinnubrögð í þessu tilliti. Eitt helsta umkvörtunaratriði nemenda í könnuninni var að kennsluvefir námskeiða séu oft illa skipulagðir, yfirsýn yfir námskeið vanti, það taki langan tíma …

Moodle spurningakönnun

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir

Niðurstöður Moodle könnunar sem lögð var fyrir í janúar sl. eru aðgengilegar á vef Kennslumiðstöðvar. Alls svöruðu 850 notendur könnuninni, 738 nemendur og 112 kennarar. Niðurstöðurnar gefa okkur í Kennslumiðstöð dýrmætar upplýsingar til að vinna með en eru einnig áhugaverðar fyrir þátttakendur. Í þeim kemur m.a. fram hvaða viðbótum kennarar óska eftir fyrir Moodle, hvað nemendur segja um kennsluvefi námskeiða …