Fyrir kemur að framlengja þarf próftíma hjá nemanda eftir að hann hefur byrjað próftöku eða jafnvel að leyfa nemanda að byrja upp á nýtt að taka próf, þ.e. ef nemandi sendir inn prófúrlausn sína fyrir mistök.
Opnið forsíðu Moodle og leitið eftir númeri eða heiti námskeiðs í leitinni neðst á síðunni.

Ef vefstikan vinstra megin sést ekki opnið hana með hamborgaratákninu í efra vinstra horni.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um uppákomur og viðeigandi úrlausnir. Gert er ráð fyrir að notandinn sé með kennsluvef násmkeiðsins opinn.
Leiðin fyrir neðan lýsir því hvað þarf að gera til að öll fyrri svör nemanda fylgi með þegar hann byrjar aftur að taka prófið.
- Finnið prófið sem um ræðir á kennsluvef námskeiðsins og smellið á það.
Prófið getur verið hvar sem er á kennsluvefnum en oft stillir kennari því annað hvort efst, neðst eða í viðeigandi viku. Framan við próf er ávallt táknið sem sést á myndinni.
- Smellið á tannhjólið
hægra megin (eftir að smellt hefur verið á prófið) og veljið Uppsetning. Uppsetning prófsins opnast.
- Skrunið niður að hlutanum Einkunn og smellið til að opna. Veljið 2 við Fjölda heimilaðra próftilrauna.
- Opnið hlutann Hegðun spurninga örlítið neðar og veljið Já við Tilraun byggir á næstu á undan (það merkið að nemandinn fær fyrri svör sín með þegar hann byrjar prófið aftur).
- Vistið neðst á síðunni.
Athugið að einnig getur reynst þörf á að framlengja próftíma nemandans. Leiðbeiningar um það eru neðar á síðunni.
* Aðgerðin hefur í för með sér að aðrir nemendur geta einnig tekið prófið aftur en í flestum tilfellum leyfa tímamörk prófs ekki aðra próftöku, einnig er einfalt er fyrir kennara að eyða ógildri prófúrlausn nemanda.
Leið 2
Mögulegt að gefa nemanda aðra próftilraun með því að setja upp frávik en þá koma fyrri svör hans ekki fram í síðari próftilrauninni.
Ef nemandi hafði engu svarað eða það litlu að hann getur allt eins byrjað prófið aftur er einfaldast að eyða prófúrlausn hans. Eftir að úrlausn nemanda hefur verið eytt getur hann byrjað prófið aftur.
- Finnið prófið á kennslusíðunni og smellið á það.
- Smellið á tengilinn Úrlausnir ... fyrir miðjum skjá.
- Skrunið niður til að sjá lista yfir nemendur í prófi.
- Finnið nafn nemandans sem í hlut á og merkið við það.
Ef nemandi sendi inn prófúrlausn sína kemur fram „Lokið“ undir Staða. Sé staðan ekki Lokið á nemandinn að geta opnað prófúrlausn sína aftur og haldið áfram án aðgerða.
- Smellið á hnappinn Eyða völdum tilraunum neðan við nöfn nemenda.
Ef próf nemanda lokaðist t.d. vegna þess að netsamband rofnaði, vafri lokaðist, slökkt var á tölvu eða að nemandi þurfti að skipta um tölvu stendur prófúrlausn nemanda opin. Nemandinn getur þá opnað prófið aftur og smellt á Halda áfram með síðustu tilraun, svo framarlega sem próftímanum er ekki lokið. Fyrri svör nemanda sem þegar voru vistuð fylgja úrlausninni.
Ef atvikið kostaði nemanda tíma getur reynst nauðsynlegt að gefa honum lengri próftíma sjá Framlengja próftíma nemanda neðar á síðunni.
*Athugið þetta hefur ekki verið prófað með Safe Exam Browser.
Til að framlengja próftíma nemanda þarf að búa til frávik fyrir hann í prófinu. Moodle framlengir próftíma nemanda óháð því hvort hann hefur byrjað próftökuna eða ekki.
Tími framlengdur fyrir einn nemanda
- Finnið prófið á kennslusíðunni og smellið á það.
- Smellið á tannhjólið hægra megin
veljið Frávik notanda og svo á Ný frávik vegna notanda.
-
Sláið nafn eða netfang nemanda í leitina. Moodle sýnir þá nemendur sem koma til greina, fyrir neðan leitarreittinn. Smellið á nafn nemandans. Það birtist þá fyrir ofan leitarreitinn (sjá mynd fyrir neðan).
Þegar nafn nemanda hefur verið valið kemur það fram fyrir ofan leitarreitinn.Tímamörk prófsins þurfa að rúmast í tímaglugganum Opna prófið og Loka prófi.
- Breytið tímastillingum eins og þörf krefur og vistið. Athugið að þegar tímamörk prófs eru lengd (sá tími sem nemandi hefur í próftökuna) þarf einnig að skoða hvort tímabilið á milli opna prófið og loka prófi rúmi tímamörkin.
Hægt er að búa til frávik fyrir einn nemanda í einu og/eða setja nemendur í hóp og búa til frávik fyrir hópinn (Frávik vegna hópa). Ef hópi nemenda hefur þegar verið gefinn framlengdur próftími er nóg að bæta nemanda við hópinn til að hann fái framlengdan tíma.
Próf tekið í tölvustofu með yfirsetu
Í uppsetningu prófs getur kennari valið neðangreinda möguleika:
- haft próf opið í annan endan þ.e. sleppt því að virkja loka prófi og sleppt tímamörkum prófs og látið prófyfirsetufólk um að vísa nemendum út þegar prófi lýkur. Þetta kemur í veg fyrir að framlengja þurfi próftíma í Moodle hjá nemanda í próftöku.
Þegar allir nemendur hafa örugglega lokið próftöku getur kennari virkjað loka prófi. - leyft nemendum að taka próf oftar en einu sinni. Setja fjölda heimilaðra próftilrauna t.d. í þrjár (eða ótakmarkað) og velja já við tilraun byggir á næstu á undan, með því fær nemandi fyrri svör sín með þegar hann byrjar síðari próftilraun. Sá sem sendir óvart inn prófúrlausnina sína áður en próftími er liðinn getur þá byrjað nýja próftöku án aðstoðar tæknifólks. Eftir að kennari hefur lokað prófi (sett inn dagsetningu og tíma) geta nemendur ekki tekið prófið aftur.
- setja inn ip-tölur þeirra tölva (í tölvuveri) sem eiga að fá aðgang að prófinu, gert í uppsetningu prófsins undir viðbótar takmarkanir við próf, krefjast ip tölu netkerfis. Með því er komið í veg fyrir að nemandi geti tekið prófið annars staðar. Athugið að í niðurstöðum prófs er einfalt að sjá hve oft hver nemandi tók próf, hve miklum tíma hann eyddi í hverja próftilraun o.fl. Í skýrslum námskeiðs getur kennari séð ip-tölur allra sem tóku prófið auk ítarlegri upplýsinga.