Moodle-vefir fyrri kennsluára komnir upp

Kristbjörg Olsen Moodle-fréttir

Það ólán varð síðastliðið vor að Moodle-vefir fyrri kennsluára, frá hausti 2012 til vors 2015, urðu óaðgengilegir, ásamt öllu því efni sem kennarar og nemendur eiga þar. Vefirnir hafa nú verið endurvaktir:

Hlekkir á eldri Moodle-vefina hafa verið settir upp á forsíðu HÍ-Moodle.

Þar sem vefirnir eru ekki tengdir (og voru aldrei) við notendagagnagrunn Uglu þarf að skrá sig inn með sömu innskráningarupplýsingum og notaðar voru á sínum tíma. Væntanlega geta flestir notað sama notandanafn og þeir nota í Uglu en lykilorðið gæti verið gamalt. Ef aðstoðar er þörf við innskráningu má senda póst á moodle@hi.is.