- Opnið kennsluvef námskeiðs í Uglu.
- Farið í Notendur og hópar, hægra megin undir aðgerðum kennara.
- Búið til hóp t.d. „Aðstoðarfólk“ eða „Túlkar“ og setjið aðstoðarfólkið í hann.
- Farið í Stillingar, hægra megin undir aðgerðum kennara.
- Smellið á Stilla hvernig hópar eru sendir yfir í Moodle.
- Finnið hópinn sem var stofnaður, veljið Aðstoðarfólk nemenda í listanum við hliðina og vistið breytingar.
- Opnið kennsluvef námskeiðs í Uglu
- Farið í Notendur og hópar, undir aðgerðum kennara hægra megin. Stofnið hóp fyrir aðstoðarfólk og setjið aðstoðaraðila í hann.
- Farið í Allar aðgerðir, undir aðgerðum kennara hægra megin.
- Smellið á Breyta aðgengi að efnisatriðum (t.d. skrám), undir Vinna með efni.
- Veljið hópinn sem var stofnaður.
- Veljið Skoða aftan við öll atriði og smellið á Breyta aðgengi.